Til bakaPrenta
Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 12

Haldinn 2. hæð Helgafell,
08.09.2020 og hófst hann kl. 16:42
Fundinn sátu: Una Hildardóttir formaður,
Mikael Rafn L Steingrímsson varaformaður,
Unnur Sif Hjartardóttir aðalmaður,
Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður,
Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður,
Örlygur Þór Helgason áheyrnarfulltrúi,
Tamar Lipka Þormarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Arnar Jónsson .
Fundargerð ritaði: Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2020081050 - Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar 2020
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar 2020.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2020.

Fyrir fundinum lá að velja aðila til að hljóta jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2020. Tillögur sem nefndin hefur unnið með lagðar fram og ræddar.

Kjör vegna jafnréttisviðurkenningar 2020 fór fram og verður kynnt á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar 18. september næstkomandi.
 
Gestir
Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir - 16:42
2. 202005280 - Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2020
Jafnréttisfulltrúi greinir frá stöðu vinnu við framkvæmd jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2020.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar starfsmönnum nefndarinnar fyrir undirbúning framkvæmdar jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2020 sem hefur verið endurskipulagður í ljósi samkomutakmarkana. Jafnréttisdagurinn í Mosfellsbæ verður haldinn þann 18. september sem rafrænn viðburður.
 
Gestir
Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir - 16:42
3. 201206254 - Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar
Drög að framkvæmdaáætlun Lýðræðisstefnu 2020-2022.
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:43 

Til bakaPrenta