Til bakaPrenta
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 522

Haldinn 2. hæð Helgafell,
11.09.2020 og hófst hann kl. 07:00
Fundinn sátu: Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður,
Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður,
Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður,
Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður,
Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) varamaður,
Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi,
Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi, Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Árni Jón Sigfússon, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202008404 - Hulduhlíð - bílastæði í götu - ábending
Borist hefur ábending til skipulagsnefndar, sem jafnframt er umferðarnefnd, frá Guðbrandi Sigurðssyni hjá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu, dags. 10.08.2020, varðandi lagningu ökutækja í Hulduhlíð.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

Erindinu vísað til úrlausnar á umhverfissviði.
Ólöglega lögð ökutæki.pdf
2. 202008698 - Reykjahvoll 35-39 - umferðarmál og bílastæði
Borist hefur erindi til skipulagsnefndar, sem jafnframt er umferðarnefnd, frá Önnu Sigríði Vernharðsdóttur og Auðunni Páli Sigurðssyni, dags. 19.08.2020, með ósk um frekari merkingar í botnlanga vegna lagningu ökutækja við Reykjahvol 35-39.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

Erindinu vísað til úrlausnar á umhverfissviði.
Snúningshaus nýttur sem bílastæði.pdf
3. 202006042 - Kvíslartunga 120 - ósk um stækkun lóðar
Borist hefur erindi frá Söndru Rós Jónasdóttur, dags. 03.06.2020, með ósk um stækkun lóðar í Kvíslartungu 120.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda í samvinnu við umhverfissviði að vinna breytingu á deiliskipulagi sem síðar verður auglýst. Kostnaður, samkvæmt gjaldskrá Mosfellsbæjar, skal að öllu greiddur af umsækjanda og skal málsaðili vera upplýstur um kostnað. Umsjón verks verður hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar.
Erindi til skipulagsnefndar.pdf
Stækkun K120.pdf
4. 202007320 - Kvíslartunga 82 - ósk um stækkun lóðar
Borist hefur erindi frá Kristófer Fannari Stefánssyni, dags. 24.07.2020, með ósk um stækkun lóðar í Kvíslartungu 82.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda í samvinnu við umhverfissviði að vinna breytingu á deiliskipulagi sem síðar verður auglýst. Kostnaður, samkvæmt gjaldskrá Mosfellsbæjar, skal að öllu greiddur af umsækjanda og skal málsaðili vera upplýstur um kostnað. Umsjón verks verður hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar.
Erindi til skipulagsnefndar.pdf
5. 202007253 - Laxatunga 17 - ósk um stækkun lóðar
Borist hefur erindi frá Elsu Margréti Elíasdóttur og Óskari Þorgils Stefánssyni, dags. 14.07.2020, með ósk um stækkun lóðar í Laxatungu 17.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda í samvinnu við umhverfissviði að vinna breytingu á deiliskipulagi sem síðar verður auglýst. Kostnaður, samkvæmt gjaldskrám Mosfellsbæjar, skal að öllu greiddur af umsækjanda og skal málsaðili vera upplýstur um kostnað. Umsjón verks verður hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar.
Erindi til skipulagsnefndar.pdf
Laxatunga 17 - Erindi undirritað.pdf
6. 202007054 - Laxatunga 76 - ósk um stækkun lóðar
Borist hefur erindi frá Guðjóni Jónssyni og Sigríði H. Jakobsdóttur, dags. 15.06.2020, með ósk um stækkun lóðar í Laxatungu 76.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

Skipulagsnefnd synjar erindi umsækjanda um deiliskipulagsbreytingu þar sem aðstæður varðandi aðgengi, ásýnd og fyrirhugaðan frágang opinna svæða leyfa ekki umbeðna breytingu.
Erindi til skipulagsnefndar.pdf
7. 202008817 - Tilfærsla á reiðstíg - Ístakshringur
Borist hefur erindi frá Hákoni Hákonarsyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 24.08.2020, með ósk um tilfærslu á reiðstíg á svokölluðum Ístakshring, frá Tungubökkum að Oddsbrekkum í samræmi við hjálagða loftmynd.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

Bókun fulltrúa M-lista:
Tilkoma þessa erindis virðist vera vegna þess að reiðstígur er ekki nýtanlegur vegna óheimila umsvifa á svæðinu er skerða m.a. umferð hestamanna. Fulltrúi Miðflokksins er jákvæður gagnvart þessu erindi en áréttar hér með ærna ástæðu þess að það þurfi nýjan og greiðfærari reiðstíg.

Skipulagsnefnd vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags í samræmi við annað erindi Hestamannafélagsins um endurskoðun reiðstíga í sveitarfélaginu.
Skipulagsnefnd felur jafnframt umhverfissviði að ræða við Ístak og Hestamannafélagið Hörð um lagfæringu núverandi reiðstígs.
Erindi til Skipulagsnefndar.pdf
Ístakhringur loftmynd.pdf
8. 2020081078 - Laxatunga 135 - ósk um stækkun lóðar
Borist hefur erindi frá Benedikt Jónssyni, dags. 31.08.2020, með ósk um stækkun lóðar að Laxatungu 135.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda í samvinnu við umhverfissviði að vinna breytingu á deiliskipulagi sem síðar verður auglýst. Kostnaður, samkvæmt gjaldskrá Mosfellsbæjar, skal að öllu greiddur af umsækjanda og skal málsaðili vera upplýstur um kostnað. Umsjón verks verður hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar.
Erindi til skipulagsnefndar.pdf
Stækkun lóðar2.pdf
Stækkun lóðar.pdf
9. 201805176 - Bjartahlíð 25 - umsókn um stækkun lóðar
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Björtuhlíð 25.
Frestað vegna tímaskorts.
Bjartahlíð 25 - deiliskipulagsbreyting.pdf
10. 201905212 - Fjölgun bílastæða við Varmárveg í Helgafellshverfi
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Varmárveg vegna fjölgunar bílastæða í götu.
Frestað vegna tímaskorts.
Sölkugata_16-22_dsk_tillaga.pdf
Varmarvegur_dsk_tillaga.pdf
Bílastæðafjölgun deiliskipulags - textalýsing.pdf
11. 202009115 - Hringtorg á gatnamótum Langatanga og Skeiðholts
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu vegna hringtorgs á gatnamótum Langatanga og Skeiðholts.
Frestað vegna tímaskorts.
Deiliskipulagsbreyting fyrir hringtorg í Langatanga.pdf
12. 202005057 - Heildarendurskoðun aðalskipulags
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar.
Lýsingin er unnin af ARKÍS Arkitektum, dags. 07.09.2020. Björn Guðbrandsson, arkitekt, kynnir skipulagslýsinguna.

Björn Guðbrandsson arkitekt hjá ARKÍS kynnti skipulagslýsingu. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagslýsingu vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnaraðila og kynnt fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsing aðalskipulags - Mosfellsbær 07.09.2020.pdf
 
Gestir
Björn Guðbrandsson - 00:00
Anna Margrét Tómasdóttir - 00:00
Fundargerðir til kynningar
13. 202009001F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 44
Fundargerð til kynningar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.1. 202001359 - Deiliskipulagsbreyting í Fossatungu - Kiwanisreitur
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 519. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting á Kiwanisreit í Fossatungu yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu og á heimasíðu Mosfellsbæjar, www.mos.is. Uppdráttur var aðgengilegur á vef og á upplýsingatorgi Þverholti 2.
Athugasemdafrestur var frá 14.07.2020 til og með 27.08.2020.
Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar skv. 42. gr. skipulagslaga.

Niðurstaða þessa fundar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05 

Til bakaPrenta