Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 767

Haldinn 2. hæð Helgafell,
16.09.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Bjarki Bjarnason (BBj) forseti,
Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti,
Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti,
Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður,
Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður,
Haraldur Sverrisson aðalmaður,
Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður,
Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður,
Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður,
Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild.
Fundargerð ritaði: Þóra M. Hjaltested, lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 202008026F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1456
Fundargerð 1456. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 767. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. 202008897 - Aðstöðuleyfi fyrir rafrennur og rafhjól í Mosfellsbæ.
Borist hefur erindi frá Hörpu Dögg Magnúsdóttur, f.h. Oss rafrenna ehf., dags. 25.08.2020, með ósk um aðstöðuleyfi fyrir rafrennur og rafmagnshjól í Mosfellsbæ. Jafnframt ósk um fjárhagslegan stuðning til verkefnisins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1456. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. 202008956 - Minna-Mosfell - beiðni um nýtt rekstrarleyfi.
Minna-Mosfell - beiðni um nýtt rekstrarleyfi, gisting fl. III. Umsagnarbeiðni.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemdir við umsókn um nýtt rekstrarleyfi Minna-Mosfells f. gistingu fl. III.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1456. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. 201801316 - Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á samstarfssamningum milli sveitarfélaga.
Niðurstaða frumkvæðisathugunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á samstarfssamningum milli sveitarfélaga. Leiðbeiningar ráðuneytisins til sveitarfélaga.
Niðurstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis ásamt leiðbeiningum lögð fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að leiða vinnu við uppfærslu samninga sveitarfélagsins í samræmi við athugasemdir og leiðbeiningar ráðuneytisins.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1456. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. 201912134 - Laugaból 2, ósk um endurskoðun gatnagerðargalda.
Ósk eiganda Laugabóls 2 um niðurfellingu ákvörðunar um álagningu gatnagerðargjalda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafna ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda enda byggist ákvörðun á löggjöf um gatnagerðargjöld og fyrirliggjandi skipulag Mosfellsbæjar. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að veita leiðbeiningar um flutning bygginga líkt og óskað er eftir, í samræmi við tillögu í minnisblaði.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1456. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. 2020081011 - Erindi umboðsmanns barna um ungmennaráð.
Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga frá umboðsmanni barna, dags. 26.08.20.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs að vinna úr ábendingum umboðsmanns barna.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1456. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. 201910378 - Undirbúningur að innleiðingu Barnasáttmála SÞ.
Undirbúningur að innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Samningur um innleiðingu í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita samning við félagsmálaráðuneytið og UNICEF þannig að formleg innleiðing verkefnisins Barnvæn sveitarfélög hefjist í Mosfellsbæ.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1456. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. 202004164 - Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.
Tillaga að skipan stýrihóps og rýnihópa vegna undirbúnings þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.
Samþykkt með þremur atkvæðum að skipa stýrihóp og rýnihópa til samræmis við framlögð gögn. Hlutverk hópanna er að rýna forsendur, áherslur og tillögur á mismunandi stigum í ferlinu þannig að þær falli sem best að stöðu, framtíðarsýn og stefnu Mosfellsbæjar. Í samráði við hópana verður leitast við að tryggja að fjallað verði um allar viðeigandi forsendur og áhrif á umhverfi og samfélag sem og efnahag sveitarfélagsins.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1456. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.8. 201908622 - Úttekt og heildarskimun á skólahúsnæði Mosfellsbæjar og loftgæðamælingar.
Lögð fyrir bæjarráð samantekt umhverfissviðs vegna skimunar Orbicon og Eflu á fasteignum Mosfellsbæjar.
Samantektir umhverfissviðs vegna skimunar Orbicon og Eflu á skólahúsnæði Mosfellsbæjar lagðar fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar til kynningar.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1456. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.9. 2020081082 - Skipulag fjölskyldusviðs.
Skipulag og þjónusta fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar.
Lagt fram.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1456. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.10. 201503558 - Helgafellsskóli, Nýframkvæmd.
Helgafellsskóli, framvinduskýrsla 18, vegna 2-3. áfanga.
Framvinduskýrsla 18 vegna byggingar Helgafellsskóla lögð fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar til kynningar.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1456. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.11. 201912121 - Súluhöfði - stígagerð og jarðvegsmanir.
Niðurstöður útboðs. Óskað er heimildar til undirritunar samnings við lægstbjóðanda vegna stígagerðar í Súluhöfða.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Umhverfissviði er falið að ganga frá samningum við lægstbjóðanda í samræmi við framangreint. Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1456. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.12. 2020081071 - Rekstur deilda janúar til júní 2020
Rekstraryfirlit janúar til júní 2020 lagt fram til kynningar.
Frestað vegna tímaskorts.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1456. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. 202009008F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1457
Fundargerð 1457. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 767. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. 201810370 - Samgöngustígur & varmárræsi, Ævintýragarði - Nýframkvæmdir.
Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til þess að undirrita meðfylgjandi samstarfssamning við Vegagerðina og bjóða út framkvæmdir. Um er að ræða fyrsta áfanga samgöngustígs í Ævintýragarð ásamt endurnýjunar lagna að Varmárræsi í samræmi við fráveituáætlun Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita meðfylgjandi samstarfssamning við Vegagerðina og umhverfissviði falið að bjóða út framkvæmdina í heild.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1457. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. 201912050 - Brattahlíð 24-38 - Gatnagerð.
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmd gatnagerðar á nýjum botnlanga fyrir Bröttuhlíð 24-38.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bjóða út gatnagerð á nýjum botnlanga við Bröttuhlíð 24-38 í samræmi við tillögu. Jafnframt samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til útgáfu framkvæmdaleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1457. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. 202004230 - Áhrif Covid-19 á fjárhag og þjónustu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstaða starfshóps stjórnvalda um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga.
Greinargerð um helstu niðurstöður starfshóps um fjármál sveitarfélaga lögð fram en um er að ræða sameiginlegan starfshóp ríkis og sveitarfélaga til að meta áhrif Covid-19 á fjármál ríkis og sveitarfélaga. Í niðurstöðum starfshópsins kemur fram að gera megi ráð fyrir mun lakari rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga 2020 og að tekjur þeirra af útsvari muni dragast verulega saman.

Bæjarstjóri fór yfir skýrsluna og alvarleg áhrif Covid-19 á fjárhagsstöðu sveitarfélaga.

Niðurstaða þessa fundar
Bókun bæjarfulltrúa C-, D-, L-, S- og V-lista.
Ljóst er að verulegt tekjutap og kostnaðarauki verður hjá sveitarfélögum um allt land vegna Covid 19 árin 2020 og 2021. Samkvæmt samantekt sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er áætlað að samanlögð rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna allra verði verri sem nemur 26,6 milljörðum á árinu 2020. Áætlað tekjutap og kostnaðarauki fyrir Mosfellsbæ er um 1,4 milljarðar króna á árinu 2020.

Það er mikilvægt að ríkissjóður komi að málum með almennum aðgerðum, beinum fjárhagslegum stuðningi, til að verja þjónustu og starfsemi sveitarfélaganna. Almennt er ríkisjóður í betri aðstöðu en sveitarfélögin til að skuldbinda sig með tilliti til tekjuöflunar, lánskjara og peningamarkaðsaðgerða. Slík ráðstöfun myndi koma í veg fyrir mikið tjón til framtíðar fyrir íbúa landsins.

Verði efnahagslegum áhrifum af faraldrinum velt yfir á fjárhag sveitarfélaga sem eingöngu verði mætt með stóraukinni lántöku, er ljóst að það hefur langvarandi áhrif á alla þjónustu við íbúa og nauðsynlegar framkvæmdir. Auknar skuldir munu óhjákvæmilega hafa í för með sér niðurskurð og skerta getu sveitarfélaga til að sinna nærþjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Sveitarfélögin þurfa mun lengri tíma en ríkissjóður til að jafna sig á slíkum aðgerðum eins og getið er um hér að framan.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar beinir því til ríkisstjórnar Íslands að bregðast við tekju- og kostnaðarauka sveitarfélaganna með almennum aðgerðum til viðbótar þeim nauðsynlegu sértæku aðgerðum sem hafa litið dagsins ljós og eru til umræðu.

Bókun bæjarfulltrúa M-lista.
Það er algengt eftir slælegan rekstur og áralanga sóun í ýmis gæluverkefni að bíða eftir þannig árferði að hægt verði að dylja fjárhagslegan sóðaskap, safna honum saman og koma honum svo á herðar annarra þegar færi gefst. Þessi bjarnargreiðabókun til handa ríkisstjórninni er ekki trúverðug. Bókunin er orðuð fyrir höfuðborgarsvæðið í held en ekki aðeins Mosfellsbæ í sama mund og sömu meirihlutar þessara sveitarfélaga eru við völd sem heimta af ríkissjóði að farið sé í óarðbært verkefni eins og Borgarlínuna. Þessi bókun ætti að snúa að því að vegna fjárhagslegra aðstæðna hafni Mosfellsbær alfarið þátttöku sinni í þessu ólánslega verkefni. Þetta er verkefni sem ákveðið var að fara í án þess að fyrir lægi rekstrar- og fjárfestingaráætlun. Slíkum sveitastjórnarmeirihlutum er tæpast treystandi til að taka við frekara fjármagni úr hendi ríkissjóðs að svo komnu máli. Sökum þessa situr fulltrúi Miðflokksins hjá hvað þessa bókun varðar sem snýr í raun að „leit ullar í geitarhúsi“ ríkisstjórnar Íslands.

Bókun bæjarfulltrúa D- og V-lista.
Bókun fulltrúa M - lista er full af ósannindum og dylgjum. Bókunin er ekki svaraverð og dæmir sig sjálf.

Mosfellsbær er vel rekið sveitarfélag og þar hefur verið sýnd ábyrgð í rekstri hér eftir sem hingað til.

Gagnbókun bæjarfulltrúa M-lista.
Þessi bókun lágmarks meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar bendir ekki til þess að ætlunin sé að læra af reynslunni og gæta að öruggri og ábyrgri fjármálastjórn heldur er þverskallast við þrátt fyrir að staðreyndir blasi nú við.


Afgreiðsla 1457. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. 2020081071 - Rekstur deilda janúar til júní 2020.
Rekstraryfirlit janúar til júní 2020 lagt fram til kynningar.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, fór yfir rekstraryfirlit janúar til september 2020.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1457. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. 201912076 - Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2020.
Erindi fjármálastjóra um árlega framlengingu lánalínu við Arion banka.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita fyrirliggjandi viðauka við lánssamning frá 20.01.2015 við Arion banka hf. um framlengingu lánalínu að fjárhæð 500 m.kr. sem gildir til 20.11.2021.


Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1457. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. 201906024 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023.
Beiðni Sorpu bs um greiðslu fyrri hluta stofnframlags 2020.
Viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð kr. 25.900.000, vegna greiðslu stofnfjár til Sorpu bs. sem fjármagnað er með lækkun handbærs fjár, samþykktur með þremur atkvæðum.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1457. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. 202007154 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum.
Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög vegna styrkja til tekjulágra heimili til að greiða fyrir íþrótta- og tómstundastarf barna.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í verkefninu. Samþykkt að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að undirbúa framkvæmd verkefnisins í samvinnu við lögmann Mosfellsbæjar, verkefnastjóra skjalamála og rafrænnar stjórnsýslu, forstöðumann þjónustu- og samskiptadeildar og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 1457. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. 202009011F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 380
Fundargerð 380. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 767. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. 201503558 - Helgafellsskóli, Nýframkvæmd
Lögð fram til kynningar framvinduskýrsla um byggingu Helgafellsskóla.
Kynning á framkvæmdum við Helgafellsskóla. Framkvæmdin eru á áætlun og stefnt að því að skólinn verði tilbúinn haustið 2021.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 380. fundar fræðslunefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. 201908622 - Úttekt og heildarskimun á skólahúsnæði Mosfellsbæjar og loftgæðamælingar
Vísað frá bæjarráði þann 3.9.2020 samantekt umhverfissviðs vegna skimunar Orbicon og Eflu á skólahúnæði Mosfellsbæjar. Lagt fram til kynningar.
Kynning umhverfissviðs á samantekt skimunar Orbicon og Eflu á skólahúsnæði Mosfellsbæjar. Niðurstöður skimunar koma heilt yfir vel út og úrbótum verður forgangsraðað í samræmi við tillögur ráðgjafa.


Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 380. fundar fræðslunefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. 201906059 - Ytra mat á grunnskólum - Varmárskóli
Í framhaldi af ábendingum í ytra mati á Varmárskóla á vegum Menntamálastofnunar var samþykkt í bæjarráði þann 4.6.2020 að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu-og frístundasviðs að láta framkvæma úttekt og mat á núverandi stjórnskipulagi Varmárskóla. Jafnframt var samþykkt að vísa málinu til kynningar í fræðslunefnd.
Upplýsingar um fyrirhugaða úttekt og mat á stjórnskipulagi Varmárskóla.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 380. fundar fræðslunefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. 202001155 - Tölulegar upplýsingar fræðslusvið 2020
Lagt fram til upplýsinga
Lagðar fram upplýsingar um fjölda barna í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar í upphafi nýs skólaárs og breytingar milli ára. Fræðslunefnd þakkar fyrir greinagott yfirlit.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 380. fundar fræðslunefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. 202009189 - Erindi frá Sammos
Tillaga að breytingum á stundatöflu í unglingadeild Lágafellsskóla og Varmárskóla
Fræðslunefnd þakkar Sammos fyrir erindið og vísar því til fræðslu- og frístundasviðs til umsagnar og úrvinnslu.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 380. fundar fræðslunefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. 202009012F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 238
Fundargerð 238. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 767. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. 202009153 - Staða framkvæmda- íþróttamannvirki og félagsmiðstöð
Á fundinn mætir fulltrúi umhverfissviðs og kynnir gang framkvæmda
Á fundinn mættu fulltrúar umhverfissviðs og kynntu framkvæmdir sem farið hefur verið í.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 238. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. 201904174 - Lýðheilsu- og forvarnarstefna
Á fundinn mætir Ragnheiður Agnarsdóttir frá Heilsufélaginu og kynnir þá vinnu sem að unnin hefur verið í stefnunni til þessa.
Ragnheiður Agnarsdóttir kynnir vinnu og drög að stefnu Mosfellsbæjar í Lýðheilsu og forvörnum. Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju með drög stefnunnar.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 238. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. 202009152 - Upplýsingar til íþrótta- og tómstundanefndar vegna Covid-19 september 2020
Upplýsingar til íþrótta- og tómstundanefndar vegna Covid-19 - september 2020.

Meðfylgjandi eru nýjustu leiðbeiningar vegna nýrrar reglugerðar varðandi íþróttamannvirki og sundlaugar.

Allar nánari upplýsingar geta allir nálgast inn á ahs.is
Nýjustu reglur kynntar og ræddar .

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 238. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. 202008029F - Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 11
Fundargerð 11. fundar lýðræðis-og mannréttindanefndar lögð fram til afgreiðslu á 767. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. 2020081051 - Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag
Kynning á verkefninu barnvæn sveitarfélög.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar fyrir kynningu á verkefninu barnvæn sveitarfélög og styður eindregið áform Mosfellsbæjar um að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 11. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. 202005280 - Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2020
Endurskipulagning á framkvæmd jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2020 í ljósi samkomutakmarkana.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd felur jafnréttisfulltrúa að undirbúa jafnréttisdag Mosfellsbæjar þann 18. september sem rafrænan viðburð í ljósi samkomutakmarkana.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 11. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. 2020081050 - Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar 2020.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar 2020.
Frestað.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 11. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. 202009009F - Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 12
Fundargerð 12. fundar lýðræðis-og mannréttindanefndar lögð fram til afgreiðslu á 767. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. 2020081050 - Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar 2020
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar 2020.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2020.

Fyrir fundinum lá að velja aðila til að hljóta jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2020. Tillögur sem nefndin hefur unnið með lagðar fram og ræddar.

Kjör vegna jafnréttisviðurkenningar 2020 fór fram og verður kynnt á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar 18. september næstkomandi.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 12. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. 202005280 - Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2020
Jafnréttisfulltrúi greinir frá stöðu vinnu við framkvæmd jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2020.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar starfsmönnum nefndarinnar fyrir undirbúning framkvæmdar jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2020 sem hefur verið endurskipulagður í ljósi samkomutakmarkana. Jafnréttisdagurinn í Mosfellsbæ verður haldinn þann 18. september sem rafrænn viðburður.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 12. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. 201206254 - Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar
Drög að framkvæmdaáætlun Lýðræðisstefnu 2020-2022.
Lagt fram.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 12. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. 202008028F - Menningar- og nýsköpunarnefnd - 21
Fundargerð 21. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 767. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. 201506088 - Vinabæjarmálefni
Lagt fram minnisblað um nýja dagsetningu vinabæjarráðstefnu sem fyrirhuguð var í Loimaa, Finnlandi á þessu ár en fresta þurfti vegna Covid19.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 21. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. 2020081045 - Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar starfsemi 2020
Birna Mjöll Sigurðardóttir héraðsskjalavörður kynnir starfsemi Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 21. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. 2020081046 - Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar - miðlunarvefir
Birna Mjöll Sigurðardóttir kynnir miðlunarvefi Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 21. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8. 202009002F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 522
Fundargerð 522. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 767. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. 202008404 - Hulduhlíð - bílastæði í götu - ábending
Borist hefur ábending til skipulagsnefndar, sem jafnframt er umferðarnefnd, frá Guðbrandi Sigurðssyni hjá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu, dags. 10.08.2020, varðandi lagningu ökutækja í Hulduhlíð.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Erindinu vísað til úrlausnar á umhverfissviði.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.2. 202008698 - Reykjahvoll 35-39 - umferðarmál og bílastæði
Borist hefur erindi til skipulagsnefndar, sem jafnframt er umferðarnefnd, frá Önnu Sigríði Vernharðsdóttur og Auðunni Páli Sigurðssyni, dags. 19.08.2020, með ósk um frekari merkingar í botnlanga vegna lagningu ökutækja við Reykjahvol 35-39.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Erindinu vísað til úrlausnar á umhverfissviði.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.3. 202006042 - Kvíslartunga 120 - ósk um stækkun lóðar
Borist hefur erindi frá Söndru Rós Jónasdóttur, dags. 03.06.2020, með ósk um stækkun lóðar í Kvíslartungu 120.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda í samvinnu við umhverfissviði að vinna breytingu á deiliskipulagi sem síðar verður auglýst. Kostnaður, samkvæmt gjaldskrá Mosfellsbæjar, skal að öllu greiddur af umsækjanda og skal málsaðili vera upplýstur um kostnað. Umsjón verks verður hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.4. 202007320 - Kvíslartunga 82 - ósk um stækkun lóðar
Borist hefur erindi frá Kristófer Fannari Stefánssyni, dags. 24.07.2020, með ósk um stækkun lóðar í Kvíslartungu 82.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda í samvinnu við umhverfissviði að vinna breytingu á deiliskipulagi sem síðar verður auglýst. Kostnaður, samkvæmt gjaldskrá Mosfellsbæjar, skal að öllu greiddur af umsækjanda og skal málsaðili vera upplýstur um kostnað. Umsjón verks verður hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.5. 202007253 - Laxatunga 17 - ósk um stækkun lóðar
Borist hefur erindi frá Elsu Margréti Elíasdóttur og Óskari Þorgils Stefánssyni, dags. 14.07.2020, með ósk um stækkun lóðar í Laxatungu 17.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda í samvinnu við umhverfissviði að vinna breytingu á deiliskipulagi sem síðar verður auglýst. Kostnaður, samkvæmt gjaldskrám Mosfellsbæjar, skal að öllu greiddur af umsækjanda og skal málsaðili vera upplýstur um kostnað. Umsjón verks verður hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.6. 202007054 - Laxatunga 76 - ósk um stækkun lóðar
Borist hefur erindi frá Guðjóni Jónssyni og Sigríði H. Jakobsdóttur, dags. 15.06.2020, með ósk um stækkun lóðar í Laxatungu 76.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd synjar erindi umsækjanda um deiliskipulagsbreytingu þar sem aðstæður varðandi aðgengi, ásýnd og fyrirhugaðan frágang opinna svæða leyfa ekki umbeðna breytingu.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.7. 202008817 - Tilfærsla á reiðstíg - Ístakshringur
Borist hefur erindi frá Hákoni Hákonarsyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 24.08.2020, með ósk um tilfærslu á reiðstíg á svokölluðum Ístakshring, frá Tungubökkum að Oddsbrekkum í samræmi við hjálagða loftmynd.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Bókun fulltrúa M-lista:
Tilkoma þessa erindis virðist vera vegna þess að reiðstígur er ekki nýtanlegur vegna óheimila umsvifa á svæðinu er skerða m.a. umferð hestamanna. Fulltrúi Miðflokksins er jákvæður gagnvart þessu erindi en áréttar hér með ærna ástæðu þess að það þurfi nýjan og greiðfærari reiðstíg.

Skipulagsnefnd vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags í samræmi við annað erindi Hestamannafélagsins um endurskoðun reiðstíga í sveitarfélaginu.
Skipulagsnefnd felur jafnframt umhverfissviði að ræða við Ístak og Hestamannafélagið Hörð um lagfæringu núverandi reiðstígs.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.8. 2020081078 - Laxatunga 135 - ósk um stækkun lóðar
Borist hefur erindi frá Benedikt Jónssyni, dags. 31.08.2020, með ósk um stækkun lóðar að Laxatungu 135.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda í samvinnu við umhverfissviði að vinna breytingu á deiliskipulagi sem síðar verður auglýst. Kostnaður, samkvæmt gjaldskrá Mosfellsbæjar, skal að öllu greiddur af umsækjanda og skal málsaðili vera upplýstur um kostnað. Umsjón verks verður hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.9. 201805176 - Bjartahlíð 25 - umsókn um stækkun lóðar
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Björtuhlíð 25.
Frestað vegna tímaskorts.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.10. 201905212 - Fjölgun bílastæða við Varmárveg í Helgafellshverfi
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Varmárveg vegna fjölgunar bílastæða í götu.
Frestað vegna tímaskorts.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.11. 202009115 - Hringtorg á gatnamótum Langatanga og Skeiðholts
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu vegna hringtorgs á gatnamótum Langatanga og Skeiðholts.
Frestað vegna tímaskorts.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.12. 202005057 - Heildarendurskoðun aðalskipulags
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar.
Lýsingin er unnin af ARKÍS Arkitektum, dags. 07.09.2020. Björn Guðbrandsson, arkitekt, kynnir skipulagslýsinguna.
Björn Guðbrandsson arkitekt hjá ARKÍS kynnti skipulagslýsingu. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagslýsingu vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnaraðila og kynnt fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.13. 202009001F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 44
Fundargerð til kynningar
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
9. 202008023F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 407
Fundargerð 407. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. 202008059 - Álafossvegur 24, Umsókn um stöðuleyfi
Nafn, heimili sækir um stöðuleyfileyfi fyrir gám á lóðinni Álafossvegur nr. 24, í samræmi við framlögð gögn. Stöðuleyfi gildir í 12 mánuði frá útgáfudegi.
Samþykkt

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 407. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar.
9.2. 201810320 - Brekkutangi 3, Fyrirspurn um byggingarleyfi
Sigfús Tryggvi Blumenstein Brekkutanga 3 sækir um leyfi til breytinga raðhúss á lóðinni Brekkutangi nr.3, í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun: 31 m², 75,95 m³.
Samþykkt

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 407. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar.
9.3. 201605199 - Laxatunga 63/Umsókn um byggingarleyfi.
Kristinn Smári Sigurjónsson sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Laxatunga nr. 63, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Samþykkt

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 407. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar.
9.4. 202008880 - Umsókn um byggingarleyfi Rituhöfði 1
Jón Bjarni Snorrason sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Rituhöfði nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Samþykkt

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 407. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar.
9.5. 202008068 - Súluhöfði 49 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jónas Bjarni Árnason Spóahöfða 17 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr.49, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 238,2 m², bílgeymsla 50,9 m², 1.029,5 m³.
Samþykkt

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 407. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar.
9.6. 2020081014 - Vogatunga 65, Umsókn um byggingarleyfi
Hildur María Ólafsdóttir Vogatungu 65 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags raðhúss á lóðinni Vogatunga nr. 65, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 407. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar.
10. 202009001F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 44
Fundargerð 44. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. 202001359 - Deiliskipulagsbreyting í Fossatungu - Kiwanisreitur
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 519. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting á Kiwanisreit í Fossatungu yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu og á heimasíðu Mosfellsbæjar, www.mos.is. Uppdráttur var aðgengilegur á vef og á upplýsingatorgi Þverholti 2.
Athugasemdafrestur var frá 14.07.2020 til og með 27.08.2020.
Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar skv. 42. gr. skipulagslaga.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 44. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar.
11. 202009005F - Öldungaráð Mosfellsbæjar - 19
Fundargerð 19. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
11.1. 201801343 - Stefna í málefnum eldri borgara
Umræða um stefnu í málefnum eldri borgara
Öldungaráð óskar eftir því að meðfylgjandi áherslupunktar fari til fjölskyldunefndar sem tillaga ráðsins að forgangsröðun fyrir árið 2021 að aðgerðaáætlun í stefnu í málefnum eldri borgara.

Niðurstaða þessa fundar
Afgreiðsla 19. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar.
12. 202009053 - Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf
Fundargerð 886. fundar stjórnar sambandsins.pdf
13. 202009198 - Fundargerð 501. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 501. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 501. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.


Fundargerð 501. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.pdf
SSH Stjórn -fundargerð nr. 501.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:36 

Til bakaPrenta