Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 376

Haldinn 2. hæð Helgafell,
20.05.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður,
Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður,
Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður,
Friðbert Bragason (FB) aðalmaður,
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir varamaður,
Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi,
Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi,
Rósa Ingvarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Guðrún Björg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elín María Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Unnur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sævar Örn Guðjónsson vara áheyrnarfulltrúi,
Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnhildur María Sæmundsdóttir, Skólafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2018084656 - Innleiðing á nýjum persónuverndarlögum
Lagðar fram til kynningar reglur um hvernig starfsmenn í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ skulu haga ljósmyndatökum, myndbandsupptökum og hljóðupptökum af börnum við dagleg störf sín. Þá fjalla reglurnar einnig um notkun á mynd- og hljóðefni þar sem börnin koma fyrir. Reglurnar verða kynntar í skólum og frekari verklagsreglur unnar í samstarfi við skólastjórnendur.
Kynning á leiðbeiningum um myndatökur og birtingu myndefnis í starfsemi skóla og frístundastarfi í Mosfellsbæ.

Reglur um myndatökur og birtingu myndefnis í skóla- og frístundastarfi (Hólmar).pdf
 
Gestir
Hólmar Örn Finnsson persónuverndarfulltrúi Mosfellsbæjar -
2. 202005170 - Viðmiðunarreglur um ástundun í grunnskólum Mosfellsbæjar
Lagt fram til umræðu og samþykktar
Fræðslunefnd samþykkir viðmiðunarreglur um ástundun í grunnskólum Mosfellsbæjar. Reglurnar gilda fyrir næsta skólaár, 2020-2021 og verða teknar til endurskoðunar í maí 2021.
Minnisblað starfsmanns.pdf
Viðmiðunarreglur um ástundun í grunnskólum Mosfellsbæjar.pdf
 
Gestir
Jóhanna Magnúsdóttir og Ragnheiður Axelsdóttir, verkefnastjórar á fræðslusviði -
3. 202005082 - Innritun í leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar haustið 2020
Lagðar fram upplýsingar um stöðuna á innritun í leik- og grunnskóla í Mosfellsbæjar fyrir haustið 2020.
Fræðslunefnd þakkar greinagóðar upplýsingar um innritun í leik- og grunnskóla vorið 2020.
Minnisblað starfsmanns.pdf
4. 202005221 - Ytra mat á Krikaskóla, 2020
Boðunarbréf - ytra mat á Krikaskóla haustið 2002
Lagt fram til kynningar boðun frá Menntamálastofnun um ytra mat á Krikaskóla sem fram fer haustið 2020.
Boðunarbréf Krikaskóli 2020.pdf
5. 202001138 - Klörusjóður
Lagt fram til upplýsinga
Auglýsing og reglur um nýstofnaðan þróunarsjóð fyrir skóla- og frístundastarf í Mosfellsbæ lagðar fram til kynningar.
Minnisblað starfsmanns.pdf
2020_klorusjodur auglysing.pdf
6. 202005222 - Ungbarnadeild í Leirvogstunguskóla
Kynning á nýrri ungbarnadeild í Leirvogstunguskóla og heimsókn í skólann að kynningu lokinni
Leikskólastjóri Leirvogstunguskóla kynnti nýtt húsnæði við leikskólann sem verið er að taka í notkun um þessar mundir. Alls munu bætast við 30 pláss í leikskólann og þar af 15 pláss fyrir yngsta árganginn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta