Til bakaPrenta
Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 8

Haldinn 2. hæð Úlfarsfell,
26.05.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Una Hildardóttir formaður,
Mikael Rafn L Steingrímsson varaformaður,
Unnur Sif Hjartardóttir aðalmaður,
Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður,
Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður,
Örlygur Þór Helgason áheyrnarfulltrúi,
Tamar Lipka Þormarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Arnar Jónsson .
Fundargerð ritaði: Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeild


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201805006 - Jafnlaunakerfi Mosfellsbæjar
Kynning mannauðsstjóra á jafnlaunakerfi Mosfellsbæjar og jafnlaunavottun 2020.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar Hönnu Guðlaugsdóttur, mannauðsstjóra fyrir kynningu á jafnlaunavottun 2020.
Kynning og niðurstöður úttektar 2020.pdf
 
Gestir
Hanna Guðlaugsdóttir - 16:35
2. 202005280 - Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2020
Jafnréttisfulltrúi kallar eftir hugmyndum að viðfangsefni jafnréttisdags Mosfellsbæjar árið 2020.
Ræddar voru hugmyndir nefndarmanna um möguleg umfjöllunarefni á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar 2020 og jafréttisfulltrúa falið að vinna úr úr þeim og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
 
Gestir
Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir - 16:55
3. 201701209 - Okkar Mosó
Kynning á stöðu verkefna sem valin voru til framkvæmdar í Okkar Mosó 2019 og upphaf vinnu við endurmat á framkvæmd verkefnisn til undirbúnings Okkar Mosó 2021.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar fyrir kynninguna á framkvæmd verkefna Okkar Mosó 2019 og samþykkir að fela sérfræðingum bæjarins að vinna minnisblað sem tekur saman reynsluna af framkvæmdinni og setja fram hugmyndir að þróun þess til framtíðar.
Okkar_Moso_2020_kynning.pdf
 
Gestir
Óskar Þór Þráinsson - 17:15
Tómas Guðberg Gíslason - 17:15
4. 201206254 - Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar
Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar Ásdísi Sigurbergsdóttur fyrir kynninguna á heimsmarkmiðunum og innleiðingu þeirra hjá sveitarfélögum. Jafnframt samþykkir nefndin að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna að því að tengja lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar við heimsmarkmiðin og gera þau að hluta af framkvæmdaáætlun næstu tveggja ára.
Heimsmarkmiðin og lýðræði - Mosfellsbær 27.5.pdf
Kynning á Asker comune.pdf
Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar_endurskoðun 2015.pdf
 
Gestir
Ásdís Sigurbergsdóttir - 18:00
5. 202001270 - Þjónustukönnun sveitarfélaga 2019
Þjónustukönnun Gallup 2019 lögð fram til kynningar.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar fyrir kynninguna.
Mosfellsbær_þjonusta_2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta